Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 17:55 Diego hefur meðal annars vanið komur sínar í A4 í Skeifunni, og slakar þar oftar en ekki á ofan á blaðastafla. Hulda Sigrún Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. „Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það er búið að vera fólk úti langt fram eftir nóttu og byrjaði svo snemma í morgun að leita við Bíó Paradís,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, samtökum sem sérhæfa sig í leit að týndum gæludýrum. Fréttir af hvarfi Diegos komu fram í gær, en í færslu Dýrfinnu á Facebook kemur fram að Diego hafi verið tekinn úr A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur mikið til, milli 18:30 og 19 í gærkvöldi. Um svipað leyti hafi tveir sjónarvottar séð manneskju fara með köttinn upp í strætó númer 14. Þá hafi fengist staðfest frá strætóbílstjóra að viðkomandi hafi farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna segir leit hafa hafist um leið og fyrstu fréttir af hvarfi Diegos bárust. Ekki liggi fyrir hver hafi numið hann á brott. „En ég veit að myndefnið er komið inn á borð lögreglu.“ Vitnum beri ekki saman Vonir standi til að viðkomandi gefi sig fram og skili kettinum. Fjölskylda Diegos sé í öngum sínum og vilji fá hann heim sem fyrst, rétt eins og aðrir aðdáendur hans sem telja á sautjánda þúsund, ef miðað er við fjölda meðlima í Facebook-hópi tileinkuðum Diego. „Vitnum ber ekki saman um hvort þetta hafi verið kona eða karl. Við erum með grófa lýsingu á einstaklingnum, en við höfum sjálfar ekki fengið myndefnið úr myndavélunum. Lögreglan er með það,“ segir Eygló Anna. Ekki í fyrsta sinn sem leitað er að Diego Diego er heimilsköttur, sem hefur ítrekað gert sig heimakominn í verslun Hagkaupa og A4 í Skeifunni. Fyrir vikið hefur hann vakið mikla athygli, og sennilega er vöntun á þekktari ketti hér á landi í dag. Eygló Anna segir hvarf hans hafa vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni einmitt vegna þess hve þekktur hann er orðinn. „Það er ekki langt síðan það var keyrt á hann fyrir utan Hagkaup, þegar stór leit fór í gang við að finna hann og koma honum undir læknishendur. Þetta er enginn venjulegur kisi.“ Eygló Anna segist vona að Diego sé heill á húfi, hvar sem hann er, og fái mat og vatn. „Við viljum bara koma með þau skilaboð til þess sem tók hann að hann getur skilað honum, hvort sem er í Hagkaup eða Skeifunni, eða hann vilji hringja í okkur og við getum þá sótt hann. Við vonum innilega að viðkomandi hafi ekki tekið hann til þess að fá fundarlaun í staðinn.“ Fulltrúar Dýrfinnu lofi trúnaði gagnvart viðkomandi. Vonin sé einfaldlega sú að hann komist heim.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. 25. nóvember 2024 14:14
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43