Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:42 Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar