Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:12 Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun