Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:50 Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun