Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Arne Slot með Mohamed Salah eftir 4-0 sigur Liverpool á Bayer 04 Leverkusen í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/Crystal Pix Arna Slot var auðvitað spurður út í framtíð Mohamed Salah á blaðamannafundi sínum í gær. Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita