Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:21 Neðan við bæinn Fossnes verður Þjórsárdalsvegur látinn liggja á uppbyggðum garði. Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00