„Við erum sáttir við stigið en á sama tíma fengum við klárlega færi til þess að stela stigunum þremur. Valdimar Þór hefði átt að fá víti held ég og mögulega ég líka. Mér fannnst hann fara í gengum lappirnar á mér og þar af leiðandi hefði verið hægt að dæma víti. Við förum hins vegar ánægðir í ferðlagið heim,“ sagði Aron Elís glaður í bragði.
„Varnarleikurinn var vel útfærður í þessari rimmu og svo vorum við hættulegir þegar við unnum boltann. Við erum komnir með góða reynslu í þessari keppni og það sýndi sig í seinni hálfleik hversu hversu agaðir við vorum þegar við lokuðum leiknum,“ sagði þessi reynslumikli leikmaður.
„Við erum komnir í spennandi stöðu og það er gaman að vera í þeirri stöðu að það er mikið undir þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Við hlökkum til að mæta Djurgården á aðventunni. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum í þeim leik,“ sagði hann um komandi verkefni.