Jenas leiddi umfjöllun TNT um Formúlu E á síðasta tímabili. ITV fékk hins vegar réttinn af Formúlu E og ljóst er að Jenas mun ekki fylgja með frá TNT.
Hinn 41 árs Jenas var látinn fara frá BBC eftir að upp komst að hann hafði sent tveimur samstarfskonum sinni í þættinum The One Show óviðeigandi skilaboð.
Jenas hafði getið sér gott orð í sjónvarpi eftir að fótboltaferlinum lauk og hafði meðal annars verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Garys Lineker með Match of the Day á BBC.
Jenas lagði skóna á hilluna 2016 en á ferlinum lék hann með Nottingham Forest, Newcastle United, Tottenham, Aston Villa og QPR. Jenas lék 21 landsleik fyrir England.