Klakastíflan er við Ölfusárbrú og fyrir neðan hana. Edlfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands segir í Facebook-færslu að klaki hlaðist nú upp frá brúnni og að Jórukletti fyrir ofan hana. Ísinn brotni svo upp og skolist niður að stíflunni sem þykkni við það.

Vatnsstaðan í Ölfusá hefur ekki verið hærri frá árinu 2020 en á enn um áttatíu sentímetra í að ná þeirri sem var þegar áin flæddi yfir bakka sína 21. desember árið 2006. Þá flæddi vatn meðal annars ofan í kjallara Selfosskirkju. Flóðið náði yfir stór svæði meðfram Ölfusá og Hvítá.
Aðstæður nú eru allt aðrar en í flóðinu fyrir tæpum tuttugu árum. Það kom í kjölfar hlýinda og rigninga. Klakastíflan nú kemur í kjölfar samfellds kuldakafla án leysinga.