Heimamenn í AC Milan höfðu öll völd á vellinum og Alvaro Morata kom liðinu yfir strax á 19. mínútu leiksins. Tijjani Reijnders bætti öðru marki liðsins við á 44. mínútu eftir undirbúning frá Christian Pulisic og staðan í hálfleik því 2-0.
Tijjani Reijnders var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hann bætti þriðja marki liðsins við eftir um klukkutíma leik og þar við sat.
Niðurstaðan því 3-0 sigur AC Milan sem nú situr í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki, sex stigum meira en Empoli sem situr í tíunda sæti.