Lífið

Bestu augna­blikin á kosninga­nótt: Þór­hallur að veipa, enskuslettur Sól­veigar og Inga að syngja

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis í gærkvöldi. 
Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis í gærkvöldi.  Vísir

Viðburðarík kosningahelgi er senn á enda. Klisjan um að hvað sem er geti skeð í beinni útsendingu átti svo sannarlega við í kosningasjónvarpi gærkvöldsins. 

Fréttastofa tók saman bestu augnablikin úr kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis. Þau má nálgast hér að neðan.

Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi Sósíalista var helsur betur hress þegar fréttamaður náði tali af henni. „Það eina sem ég hugsa um núna er að Sanna komist á þing. Allt annað, bara whatever, who cares,“ sagði hún. Þá lýsti hún orðræðunni í  kosningabaráttunni sem „bara frekar mellow“.

Jóhann Páll Jóhannsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður var heldur ekki hræddur við enskusletturnar. „So far, so good,“ sagði hann í samtali við fréttamann á kosningavöku flokksins. 

Óvæntasta augnablikið var þó í skoðunarferð Kristínar Ólafsdóttur fréttamanns bak við tjöldin í stúdíói kosningavökunnar. Fjölmiðlamaðurinn Þórhallur Gunnarsson var gripinn glóðvolgur með rafrettu við hönd. Atvikið virtist koma honum jafn mikið á óvart og okkur hinum. 

Á kvöldi sem þessu kunna tilfinningarnar að bera mannskapinn ofurliði. Það kann dansinn líka að gera. Sigmundur Davíð var einn þeirra sem var óhræddur við danssporin og dillaði sér við lagið Simmi Simmi D úr Áramótaskaupinu 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.