Í tilefni dagsins birti Ellen einlæga færslu á Instgram með fallegri mynd af þeim hjónum. Þar kemur meðal annars fram að Ellen sé full eftirvæntingar eftir að halda fyrstu hvítu jólin þeirra saman
„Fyrir tuttugu árum í dag byrjuðum við þetta samband án þess að átta okkur á því hvað þetta yrði langt og fallegt ævintýri. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig í lífinu. Þú sérð um mig. Þú leiðbeinir mér og lyftir mér upp þegar ég er döpur og niðurlút,“ skrifa Ellen og lýsir þakklæti sínu í garð eiginkonu sinnar.
Fluttu úr landi eftir sigur Trump
Nýverið bárust fréttir af því að þær eru fluttar frá Bandaríkjunum til Englands, í kjölfar sigurs Donalds Trump í forsetakosningunum í byrjun nóvembermánaðar.
Ellen og Portia eru búsettar í húsi á Cotswolds svæðinu, sem er tveimur tímum fyrir utan London. Líkt og við var að búast eiga aðrar stórstjörnur eignir á svæðinu. Má þar nefna David og Victoriu Beckham, Kate Moss, Elizabeth Hurley, og Jeremy Clarkson.
Ellen og Portia giftu sig árið þann 16. ágúst árið 2008 á heimili þeirra í Los Angeles í návist nánustu fjölskyldu og vina. Frá og með 17. júní það sama ár gátu samkynhneigðir í Kaliforníu gengið í hjónaband eftir að Hæstiréttur ríkisins felldi úr gildi bann við samkynja hjónaböndum.