Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 14:05 Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira