Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. desember 2024 17:17 Jakob Frímann Magnússon, Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru allir með yfir 200 útstrikanir. Dagur var hins vegar í algjörri sérdeild. Vísir Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Líkt og áður hefur verið greint frá féll Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, niður um sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann var strikaður út 1.453 sinnum, og færðist úr öðru sæti í það þriðja. Það kemur þó ekki að sök fyrir Dag því maðurinn sem færðist upp fyrir hann á lista, Þórður Snær Júlíusson, hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi hlyti hann kjör. Dagur situr því fastast í öðru sætinu þrátt fyrir allt. Fyrrverandi borgarstjórar toppa sín kjördæmi Dagur var eini frambjóðandinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem hlaut fleiri en þúsund útstrikanir, og nokkuð langt á undan næsta manni. Hann var þar að auki eini frambjóðandinn í Reykjavík sem færðist niður um sæti vegna útstrikana. Þórður Snær, sem líkt og áður sagði ætlar ekki að taka sæti á þingi, var strikaður út 295 sinnum. Þriðji mest útstrikaði frambjóðandinn kemur einnig úr Reykjavíkurkjördæmi norður, en þó úr öðrum flokki. Það er Jakob Frímann Magnússon, sem var í öðru sæti hjá Miðflokknum, hlaut 262 útstrikanir. Hann komst ekki inn á þing. Jón Gnarr, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri, var sá frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður sem fékk flestar útstrikanir, eða 225 talsins. Því eru útstrikunartopparnir í Reykjavíkurkjördæmunum báðir fyrrverandi borgarstjórar, og voru raunar samherjar í borgarstjórnarmeirihluta árin 2010 til 2014. Guðlaugur útstrikaðasti oddvitinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, var strikaður út 209 sinnum af sínum kjósendum, og er því sá oddviti í borginni sem oftast var strikaður út. Samráðherra hans og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var strikuð út æði sjaldnar, eða 89 sinnum. Einn frambjóðandi er þó á milli Áslaugar og Guðlaugs á listanum. Það er Pawel Bartoszek, sem var í öðru sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Íbúar á Norðurlandi vestra ekki útstrikunarglaðir Norðvesturland er með fæsta þingmenn, einungis sjö talsins. Fimm flokkar fengu einn mann inn en Flokkur fólksins fékk tvo. Einn af þremur jöfnunarþingmönnum þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, er þar. Íbúar þar voru ekki mikið að strika út. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var efstur með 61 útstrikun. Þar á eftir kom Lilja Rafney með 23. Hér fyrir neðan má sjá lista með útstrikunum efstu frambjóðanda í þessum þremur kjördæmum. Reykjavík norður: Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson - 14 Pawel Bartoszek - 110 Grímur Grímsson - 31 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson - 209 Diljá Mist Einarsdóttir - 57 Brynjar Níelsson - 64 Flokkur fólksins: Ragnar Þór Ingólfsson - 12 Miðflokkurinn: Sigríður Ásthildur Andersen - 41 Jakob Frímann Magnússon - 262 Samfylkingin: Kristrún Frostadóttir - 49 Dagur B. Eggertsson - 1.453 Þórður Snær Júlíusson - 295 Dagbjört Hákonardóttir - 31 Sigmundur Ernir Rúnarsson - 59 Reykjavík suður: Viðreisn: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - 30 Jón Gnarr - 225 Aðalsteinn Leifsson - 17 Diljá Ámundadóttir Zoëga - 15 Sjálfstæðisflokkurinn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 89 Hildur Sverrisdóttir - 40 Jón Pétur Zimsen - 12 Sigurður Örn Hilmarsson - 6 Tómas Þór Þórðarson - 11 Birna Bragadóttir - 7 Flokkur fólksins: Inga Sæland - 4 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - 13 Rúnar Sigurjónsson - 2 Helga Þórðardóttir - 1 Miðflokkurinn: Snorri Másson - 33 Þorsteinn Sæmundsson - 17 Fjóla Hrund Björnsdóttir - 8 Samfylkingin: Jóhann Páll Jóhannsson - 35 Ragna Sigurðardóttir - 3 Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir - 1 Vilborg Kristín Oddsdóttir - 2 Birgir Þórarinsson - 4 Norðvesturkjördæmi: Framsóknarflokkurinn: Stefán Vagn Stefánsson - 61 Viðreisn: María Rut Kristinsdóttir - 1 Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Adolfsson - 9 Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson - 2 Lilja Rafney Magnúsdóttir - 23 Miðflokkurinn: Ingibjörg Davíðsdóttir - 4 Samfylkingin: Arna Lára Jónsdóttir - 11 Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Líkt og áður hefur verið greint frá féll Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, niður um sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann var strikaður út 1.453 sinnum, og færðist úr öðru sæti í það þriðja. Það kemur þó ekki að sök fyrir Dag því maðurinn sem færðist upp fyrir hann á lista, Þórður Snær Júlíusson, hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi hlyti hann kjör. Dagur situr því fastast í öðru sætinu þrátt fyrir allt. Fyrrverandi borgarstjórar toppa sín kjördæmi Dagur var eini frambjóðandinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem hlaut fleiri en þúsund útstrikanir, og nokkuð langt á undan næsta manni. Hann var þar að auki eini frambjóðandinn í Reykjavík sem færðist niður um sæti vegna útstrikana. Þórður Snær, sem líkt og áður sagði ætlar ekki að taka sæti á þingi, var strikaður út 295 sinnum. Þriðji mest útstrikaði frambjóðandinn kemur einnig úr Reykjavíkurkjördæmi norður, en þó úr öðrum flokki. Það er Jakob Frímann Magnússon, sem var í öðru sæti hjá Miðflokknum, hlaut 262 útstrikanir. Hann komst ekki inn á þing. Jón Gnarr, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri, var sá frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður sem fékk flestar útstrikanir, eða 225 talsins. Því eru útstrikunartopparnir í Reykjavíkurkjördæmunum báðir fyrrverandi borgarstjórar, og voru raunar samherjar í borgarstjórnarmeirihluta árin 2010 til 2014. Guðlaugur útstrikaðasti oddvitinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, var strikaður út 209 sinnum af sínum kjósendum, og er því sá oddviti í borginni sem oftast var strikaður út. Samráðherra hans og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var strikuð út æði sjaldnar, eða 89 sinnum. Einn frambjóðandi er þó á milli Áslaugar og Guðlaugs á listanum. Það er Pawel Bartoszek, sem var í öðru sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Íbúar á Norðurlandi vestra ekki útstrikunarglaðir Norðvesturland er með fæsta þingmenn, einungis sjö talsins. Fimm flokkar fengu einn mann inn en Flokkur fólksins fékk tvo. Einn af þremur jöfnunarþingmönnum þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, er þar. Íbúar þar voru ekki mikið að strika út. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var efstur með 61 útstrikun. Þar á eftir kom Lilja Rafney með 23. Hér fyrir neðan má sjá lista með útstrikunum efstu frambjóðanda í þessum þremur kjördæmum. Reykjavík norður: Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson - 14 Pawel Bartoszek - 110 Grímur Grímsson - 31 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson - 209 Diljá Mist Einarsdóttir - 57 Brynjar Níelsson - 64 Flokkur fólksins: Ragnar Þór Ingólfsson - 12 Miðflokkurinn: Sigríður Ásthildur Andersen - 41 Jakob Frímann Magnússon - 262 Samfylkingin: Kristrún Frostadóttir - 49 Dagur B. Eggertsson - 1.453 Þórður Snær Júlíusson - 295 Dagbjört Hákonardóttir - 31 Sigmundur Ernir Rúnarsson - 59 Reykjavík suður: Viðreisn: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - 30 Jón Gnarr - 225 Aðalsteinn Leifsson - 17 Diljá Ámundadóttir Zoëga - 15 Sjálfstæðisflokkurinn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 89 Hildur Sverrisdóttir - 40 Jón Pétur Zimsen - 12 Sigurður Örn Hilmarsson - 6 Tómas Þór Þórðarson - 11 Birna Bragadóttir - 7 Flokkur fólksins: Inga Sæland - 4 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - 13 Rúnar Sigurjónsson - 2 Helga Þórðardóttir - 1 Miðflokkurinn: Snorri Másson - 33 Þorsteinn Sæmundsson - 17 Fjóla Hrund Björnsdóttir - 8 Samfylkingin: Jóhann Páll Jóhannsson - 35 Ragna Sigurðardóttir - 3 Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir - 1 Vilborg Kristín Oddsdóttir - 2 Birgir Þórarinsson - 4 Norðvesturkjördæmi: Framsóknarflokkurinn: Stefán Vagn Stefánsson - 61 Viðreisn: María Rut Kristinsdóttir - 1 Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Adolfsson - 9 Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson - 2 Lilja Rafney Magnúsdóttir - 23 Miðflokkurinn: Ingibjörg Davíðsdóttir - 4 Samfylkingin: Arna Lára Jónsdóttir - 11
Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira