Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 07:42 Hinn átján ára gamli Cole Campbell er kominn upp í aðallið Borussia Dortmund en þar hafa margir frábærir leikmenn skapað sér nafn í fótboltanum. Getty/Hendrik Deckers/ Íslenski-bandaríski knattspyrnumaðurinn Cole Campbell hefur mikla trú á sér og sínum hæfileikum. Hann hefur sett stefnuna hátt í framtíðinni. Svo hátt að hann fyrir sér að halda á Ballon d'Or styttunni áður en ferlinum lýkur. Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica) Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira
Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica)
Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira