Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hittust í skrifstofum Alþingis í morgun og ætla í dag að fá til sín sérfræðinga, meðal annars frá fjármálaráðuneytinu.
Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International en samtökin segja í nýrri skýrslu að Ísraelar hafi framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa.
Að auki fjöllum við um deilu sem upp er risin á milli Eflingar og stéttarfélagsins Virðingar, sem Efling kallar gervistéttarfélag.
Í sportinu er það svo Bónusdeild karla í körfubolta sem verður í forgrunni en níunda umferðin fer fram í kvöld.