Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli S. Ólafsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar