Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2024 10:00 Íslenskar vinkonur Jennys Boucek hjálpuðu henni að samtvinna móðurhlutverkið með þjálfun í NBA. stöð 2 sport Kvennakarfan verður í brennidepli í þriðja þætti Kanans sem verður sýndur í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur sem starfar við þjálfun í NBA. Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.
WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira