Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:08 Bakka-Búðin á Reykhólum er sú verslun sem hlýtur hæstan styrk. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni. Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi innviðaráðherra, hefur staðfest tillögu valnefndar þess efnis en greint er frá úthlutuninni í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Hæstan rekstrarstyrk fær Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum eða fimm milljónir króna. Þá fá Verzlunarfélag Árneshrepps og Gunnubúð ehf. á Raufarhöfn þrjár milljónir hver, annars vegar í rekstrarstyrk en Gunnubúð fær styrk til endurbóta. Hríseyjarbúðin fær 2,5 milljónir í styrk til endurbóta og sjálfvirknivæðingar og Verslunarfélag Drangsness fær tvær milljónir í rekstarstyrk. Loks hlýtur North East Travel ehf. á Bakkafirði eina og hálfa milljón í rekstrarstyrk. Alls sóttu verslanirnar sex um styrk fyrir 41,8 milljónir en heildarúthlutun nemur aðeins sautján milljónum. „Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar,” segir um verkefnið í tilkynningu ráðuneytisins. Í valnefndinni sem fór yfir umsóknir og gerði tillögu til ráðherra sátu Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og formaður nefndarinnar, og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun starfaði jafnframt með nefndinni.
Reykhólahreppur Árneshreppur Norðurþing Hrísey Kaldrananeshreppur Byggðamál Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira