Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum en þar segir að mikill fjöldi fólks hafi verið á staðnum þegar umrædd árás hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 8. desember. Þeim sem kunna að hafa orðið vitni að meintri árás er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-0400 eða með tölvupósti á netfangið vestfirdir@logreglan.is.
