Körfubolti

Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri er sterkari en margir halda.
Andri er sterkari en margir halda.

Andri Már Eggertsson skellti sér á leik Álftaness og Stjörnunnar í Bónus-deild karla á föstudagskvöldið. Grannaslagur og mikið lagt í sölurnar hjá Álftnesingum. Hann fékk stemninguna beint í æð.

Innslag hans var sýnt í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Andri, eða Nablinn, eins og hann er alltaf kallaður fékk að smakka kakó á svæðinu, hámaði í sig hamborgara með aðstoð, tók upphífingar og lét fara vel um sig í sófasetti í VIP-svæði Álftnesinga.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Klippa: Andri Már fór á kostum á Álftanesinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×