Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:30 Nora Mörk hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en verið afar sigursæl með norska landsliðinu, sem einn af lykilmönnum Þóris Hergeirssonar. Getty Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira