„Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 10:00 Samstarf Guðmundar Hreiðarssonar og Heimis Hallgrímssonar teygir sig aftur nokkur ár í tímann. Fyrst voru þeir andstæðingar, nú eru þeir samherjar og miklir vinir. Vísir/Getty Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki. Það var í júlí fyrr á þessu ári sem greint var frá því að Heimir Hallgrímsson yrði næsti landsliðsþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Heimir hafði þá áður verið með landslið Jamaíka og líkt og áður skipaði hann Guðmund Hreiðarsson markmannsþjálfara liðsins. Þrátt fyrir að árangur írska landsliðsins hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár er pressan mikil á liðinu og þar með þjálfurum þess. Því fengu Heimir og Guðmundur fljótt að kynnast en pressan kom þeim ekki á óvart. „Það er eitthvað sem við vissum. Þetta landslið er þjóðareign Íra. Írar eiga þetta lið og þetta skiptir þá gríðarlegu máli,“ segir Guðmundur við Vísi. „Að þetta landslið geti eitthvað í fótbolta, skaffi stig, skaffi sigra. Írar eru upp til hópa frábært fólk. Yndislegt fólk sem býr í Írlandi og okkur hefur verið tekið mjög vel. Ekki yfir neinu að kvarta og umgjörðin í kringum liðið er alveg 100%, fyrsta flokks. Allt til staðar er varðar þjálfara- og sjúkrateymi sem og allt annað er snýr að leikmönnum. Árangurinn hefur ekki verið eins og þeir vilja og ætlast til undanfarin ár. Það er okkar hlutverk, allra sem koma að liðinu að reyna breyta því. Okkar markmið frá fyrsta degi hefur verið að búa til lið sem kemst á HM. Það er okkar markmið. Okkar stefna. Í það verkefni erum við ráðnir. Síðan verður tíminn að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Stefnan hjá írska landsliðinu undir stjórn Heimis er sett á Heimsmeistaramótið 2026 í Bandaríkjunum. Takist það verður það í fyrsta sinn frá árinu 2002 sem Írland myndi eiga sæti á mótinu í karlaflokkiVísir/Getty Auðvitað eigi að vera kröfur til staðar. „Fólk á að hafa skoðanir og í Írlandi er það bara þannig að allir hafa skoðanir. Sumir vinna við að hafa skoðanir. Það er bara gott. Aðhald er gott og menn verða að hafa leyfi til að tjá sig. Svo kemur nýr leikur. Ef hann vinnst eru yfirleitt allir ánægðir. Ef hann tapast eru allir óánægðir. Það er ekkert öðruvísi með Íra.“ Heimir í hringiðunni Ekki er hægt að segja að írska landsliðið hafi upplifað fljúgandi start undir stjórn Heimis í fyrstu leikjunum í Þjóðadeild UEFA en hafa ber í huga að Róm var ekki byggð á einum degi. Það tekur tíma að setja saman lið. Hins vegar var neikvæða umræðan í kringum liðið og Heimi áberandi í írskum fjölmiðlum. Fólk hafði skoðanir. Menn sem hafa verið hluti af fótboltasögu Íra. Menn á borð við fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmennina Richard Dunne og Eamon Dunphy sem vildi að Heimir yrði rekinn eftir tap í fyrstu tveimur leikjum Írlands undir hans stjórn. Guðmundur segir þá Heimi ekki hugsa of mikið í þessa umræðu sem blossar upp í fjölmiðlum. „En auðvitað er Heimir í hringiðunni. Hann er á blaðamannafundunum, fær spurningarnar og þarf stundum að undirbúa sig, mæta með markmannshanska en er yfirleitt alltaf mjög undirbúinn og kúltiveraður. Þetta truflar ekki neitt en auðvitað er alltaf, í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, jákvæð umfræða skemmtilegri en sú neikvæða. Kannski verðurðu var við þessa neikvæðu umræðu þegar að hún á sér stað en ég hef nú bara tamið mér það í gegnum tíðina að vera ekkert að velta mér upp úr því sem er skrifað og sagt. Heldur bara að reyna vinna mína vinnu. Gera það af heilindum og það hefur yfirleitt gengið alveg ágætlega.“ Búnir að fá svör Írland er á leið í umspil um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar gegn Búlgaríu í mars. Eftir þessa fyrstu leiki segir Guðmundur að Heimir og þjálfarateymið sé heilt yfir sátt með þróunina á leik liðsins hingað til. Á æfingu með írska landsliðinuVísir/Getty „Þessir leikir sem við erum búnir að vera fá gefa okkur svör. Þetta snýst um það. Við höfum verið að skoða leikmenn hingað og þangað. Höfum líka verið óheppnir með meiðsli. Þannig er bara boltinn og landsliðsumhverfið. Þú ert ekki að þjálfa leikmenn dagsdaglega, ert að fylgjast með þeim hjá öðrum liðum. Svo velurðu þá sem að þú vilt fá. Ef þú ert heppinn færðu alla þá sem þú hefur valið í verkefnið. Ef þú ert óheppinn þá færðu einhverja aðra inn og þeir fá þá tækifæri til að sýna sig. Við höfum heilt yfir verið mjög ánægðir með allt það sem við höfum verið að prófa. Þetta er nauðsynlegt en það er alltaf dýrt að vera með einhverja tilraunastarfsemi og prófa hluti í mótsleikjum. Það er hins vegar bara það sem þú færð í þessum landsliðsgluggum í dag. Þú færð mótsleiki. Færð í raun og veru enga æfingarleiki.“ Sagði já eftir tíu mínútna fund Þetta er enn eitt ævintýrið sem Guðmundur slæst í för með Heimi í. Hann fylgdi honum til Jamaíka á sínum tíma og þá var hann í þjálfarateymi Eyjamannsins hjá íslenska landsliðinu. Saga þeirra nær hins vegar aðeins lengra aftur í tímann. „Við vorum búnir að þekkjast ágætlega sem andstæðingar í fótbolta. Hann með ÍBV og ég með KR, Víkingi og Val. Við spiluðum á móti hvor öðrum, vissum hvor af öðrum og áttum sameiginlega vini. Svo atvikast þetta þannig að ég var í raun búinn að leggja landsliðsþjálfarastarfið á hilluna þegar ég fékk árið 2012 og var boðaður á fund með Lars Lagerback og Heimi.“ Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru góðir vinir eftir að hafa stýrt saman íslenska landsliðinu og komið því í átta liða úrslit EM 2016.Getty/Catherine Sleenkeste „Ég sagði við konuna mína sem hafði sagt við mig „þú ert ekki að fara taka þetta að þér“ að ég ætlaði bara að hitta þessa höfðingja og lofaði henni því að ég myndi ekki taka þetta að mér. En eftir tíu mínútur á fundi með þeim var ég búinn að handsala það að ég myndi verða áfram.“ Frá þeim tímapunkti hófst mikil vinátta milli Heimis og Guðmundar í kringum íslenska landsliðið. „Heimir bað mig um að halda áfram þegar að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM 2016. Bæði er þetta mikill vinskapur en einnig mikil fagmennska. Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna með Heimi og að hafa séð hann vaxa sem þjálfara. Hann var góður þjálfari fyrir. Þegar að hann var að þjálfa í efstu deild hér heima ÍBV. Hann sagðist alltaf vera með ákveðna leið sem hann vildi fara. Ætlaði að gera það með landsliðinu. Hann sagði að ef hann hefði ekki kynnst Lars á þeim tímapunkti hefði hann bara farið í tóma vitleysu, hlutirnir hefðu farið á allt annan veg en þeir fóru.“ Íslenska landsliðið naut mikillar velgengni undir stjórn HeimisVísir/Vilhelm „Verður hálf lítill í sér við hliðina á honum“ Margir kostir prýði heimi sem þjálfara og einstakling. Guðmundur hefur fylgst með honum verða að betri og betri þjálfara. „Heimir sýgur í sig kunnáttu annarra. Notar það og er mjög klókur í því að lesa leikinn. Hann setur upp skemmtilegar æfingar sem snúast um leikinn fyrst og síðast. Hann er mjög taktískur og maður verður hálf lítill í sér við hliðina á honum því hann er svo svakalega skipulagður. Hann er með allt á hreinu, veit allt og veit allt um næsta andstæðing áður en leikgreinandinn kemur í hús og er með sýna leikgreiningu. Heimir er þá mættur með fullt af spurningum, sogar að sér allar upplýsingar um alla leikmenn sem við erum að fara spila á móti og notar starfsfólkið í kringum sig mjög vel. Það eru allir með hlutverk. Það fá allir að blómstra. Fá allir að vera þeir sjálfir og sýna sinn styrk. Það eru allir með rödd. Heimir og Guðmundur hafa þurft að sökkva sér í írska boltann og afla sér þekkingu um þá leikmenn sem standa þeim til boða. Hér má sjá þá á leik Galway United og Derry City í írsku úrvalsdeildinniVísir/Getty Það sé rosalega gott að vinna með honum því Heimir leyfir fólkinu í sínu teymi að njóta sín sem einstaklin. „Þú færð hlutverk en hann ætlast líka til þess að hlutverkið sé í lagi og að þú sért að skaffa og sinna vinnunni þinni. „Fyrir utan það að vera góður þjálfari er þetta frábær manneskja og góður vinur. Það er erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi.“ Heimir hafi lært rosalega mikið þegar að hann fór til Katar árið 2018 þar sem að hann tók við liði Al-Arabi þar í landi. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi í Katar.Getty/Simon Holmes „Hann fór þangað og var þar í langan tíma og bjó til gott lið. Ég man ekki hvað þeir hjá Al-Arabi voru búnir að skipta oft um þjálfara þegar að Heimir kom til þeirra. Þó hann hafi ekki unnið alla leiki skiptu þeir Heimi ekki út af því að hann er með ákveðna sýn sem að skiptir máli, fær menn með sér í að vinna í þá átt sem hann vill fara. Þó að menn hafi rödd þá á endanum hefur hann lokasvarið. Yfirleitt er samstaðan og samvinnan í kringum hann þannig að menn eru fljótir að róa í sömu átt. Ég sé mikla breytingu á honum frá því að ég kynntist honum fyrst. Hann var góður þá. Nú er hann orðinn enn betri. Hann getur í raun þjálfað þá bestu og er að því. Búinn að gera það í mörg ár. Hann hefði aldrei fengið þetta starf á Írlandi nema fyrir þær sakir að menn vissu hvað hann væri að gera. Gríðarlega taktískur þjálfari. Fáir sem eru betri á því sviði heldur en hann.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Landslið karla í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Það var í júlí fyrr á þessu ári sem greint var frá því að Heimir Hallgrímsson yrði næsti landsliðsþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Heimir hafði þá áður verið með landslið Jamaíka og líkt og áður skipaði hann Guðmund Hreiðarsson markmannsþjálfara liðsins. Þrátt fyrir að árangur írska landsliðsins hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár er pressan mikil á liðinu og þar með þjálfurum þess. Því fengu Heimir og Guðmundur fljótt að kynnast en pressan kom þeim ekki á óvart. „Það er eitthvað sem við vissum. Þetta landslið er þjóðareign Íra. Írar eiga þetta lið og þetta skiptir þá gríðarlegu máli,“ segir Guðmundur við Vísi. „Að þetta landslið geti eitthvað í fótbolta, skaffi stig, skaffi sigra. Írar eru upp til hópa frábært fólk. Yndislegt fólk sem býr í Írlandi og okkur hefur verið tekið mjög vel. Ekki yfir neinu að kvarta og umgjörðin í kringum liðið er alveg 100%, fyrsta flokks. Allt til staðar er varðar þjálfara- og sjúkrateymi sem og allt annað er snýr að leikmönnum. Árangurinn hefur ekki verið eins og þeir vilja og ætlast til undanfarin ár. Það er okkar hlutverk, allra sem koma að liðinu að reyna breyta því. Okkar markmið frá fyrsta degi hefur verið að búa til lið sem kemst á HM. Það er okkar markmið. Okkar stefna. Í það verkefni erum við ráðnir. Síðan verður tíminn að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Stefnan hjá írska landsliðinu undir stjórn Heimis er sett á Heimsmeistaramótið 2026 í Bandaríkjunum. Takist það verður það í fyrsta sinn frá árinu 2002 sem Írland myndi eiga sæti á mótinu í karlaflokkiVísir/Getty Auðvitað eigi að vera kröfur til staðar. „Fólk á að hafa skoðanir og í Írlandi er það bara þannig að allir hafa skoðanir. Sumir vinna við að hafa skoðanir. Það er bara gott. Aðhald er gott og menn verða að hafa leyfi til að tjá sig. Svo kemur nýr leikur. Ef hann vinnst eru yfirleitt allir ánægðir. Ef hann tapast eru allir óánægðir. Það er ekkert öðruvísi með Íra.“ Heimir í hringiðunni Ekki er hægt að segja að írska landsliðið hafi upplifað fljúgandi start undir stjórn Heimis í fyrstu leikjunum í Þjóðadeild UEFA en hafa ber í huga að Róm var ekki byggð á einum degi. Það tekur tíma að setja saman lið. Hins vegar var neikvæða umræðan í kringum liðið og Heimi áberandi í írskum fjölmiðlum. Fólk hafði skoðanir. Menn sem hafa verið hluti af fótboltasögu Íra. Menn á borð við fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmennina Richard Dunne og Eamon Dunphy sem vildi að Heimir yrði rekinn eftir tap í fyrstu tveimur leikjum Írlands undir hans stjórn. Guðmundur segir þá Heimi ekki hugsa of mikið í þessa umræðu sem blossar upp í fjölmiðlum. „En auðvitað er Heimir í hringiðunni. Hann er á blaðamannafundunum, fær spurningarnar og þarf stundum að undirbúa sig, mæta með markmannshanska en er yfirleitt alltaf mjög undirbúinn og kúltiveraður. Þetta truflar ekki neitt en auðvitað er alltaf, í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, jákvæð umfræða skemmtilegri en sú neikvæða. Kannski verðurðu var við þessa neikvæðu umræðu þegar að hún á sér stað en ég hef nú bara tamið mér það í gegnum tíðina að vera ekkert að velta mér upp úr því sem er skrifað og sagt. Heldur bara að reyna vinna mína vinnu. Gera það af heilindum og það hefur yfirleitt gengið alveg ágætlega.“ Búnir að fá svör Írland er á leið í umspil um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar gegn Búlgaríu í mars. Eftir þessa fyrstu leiki segir Guðmundur að Heimir og þjálfarateymið sé heilt yfir sátt með þróunina á leik liðsins hingað til. Á æfingu með írska landsliðinuVísir/Getty „Þessir leikir sem við erum búnir að vera fá gefa okkur svör. Þetta snýst um það. Við höfum verið að skoða leikmenn hingað og þangað. Höfum líka verið óheppnir með meiðsli. Þannig er bara boltinn og landsliðsumhverfið. Þú ert ekki að þjálfa leikmenn dagsdaglega, ert að fylgjast með þeim hjá öðrum liðum. Svo velurðu þá sem að þú vilt fá. Ef þú ert heppinn færðu alla þá sem þú hefur valið í verkefnið. Ef þú ert óheppinn þá færðu einhverja aðra inn og þeir fá þá tækifæri til að sýna sig. Við höfum heilt yfir verið mjög ánægðir með allt það sem við höfum verið að prófa. Þetta er nauðsynlegt en það er alltaf dýrt að vera með einhverja tilraunastarfsemi og prófa hluti í mótsleikjum. Það er hins vegar bara það sem þú færð í þessum landsliðsgluggum í dag. Þú færð mótsleiki. Færð í raun og veru enga æfingarleiki.“ Sagði já eftir tíu mínútna fund Þetta er enn eitt ævintýrið sem Guðmundur slæst í för með Heimi í. Hann fylgdi honum til Jamaíka á sínum tíma og þá var hann í þjálfarateymi Eyjamannsins hjá íslenska landsliðinu. Saga þeirra nær hins vegar aðeins lengra aftur í tímann. „Við vorum búnir að þekkjast ágætlega sem andstæðingar í fótbolta. Hann með ÍBV og ég með KR, Víkingi og Val. Við spiluðum á móti hvor öðrum, vissum hvor af öðrum og áttum sameiginlega vini. Svo atvikast þetta þannig að ég var í raun búinn að leggja landsliðsþjálfarastarfið á hilluna þegar ég fékk árið 2012 og var boðaður á fund með Lars Lagerback og Heimi.“ Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru góðir vinir eftir að hafa stýrt saman íslenska landsliðinu og komið því í átta liða úrslit EM 2016.Getty/Catherine Sleenkeste „Ég sagði við konuna mína sem hafði sagt við mig „þú ert ekki að fara taka þetta að þér“ að ég ætlaði bara að hitta þessa höfðingja og lofaði henni því að ég myndi ekki taka þetta að mér. En eftir tíu mínútur á fundi með þeim var ég búinn að handsala það að ég myndi verða áfram.“ Frá þeim tímapunkti hófst mikil vinátta milli Heimis og Guðmundar í kringum íslenska landsliðið. „Heimir bað mig um að halda áfram þegar að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM 2016. Bæði er þetta mikill vinskapur en einnig mikil fagmennska. Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna með Heimi og að hafa séð hann vaxa sem þjálfara. Hann var góður þjálfari fyrir. Þegar að hann var að þjálfa í efstu deild hér heima ÍBV. Hann sagðist alltaf vera með ákveðna leið sem hann vildi fara. Ætlaði að gera það með landsliðinu. Hann sagði að ef hann hefði ekki kynnst Lars á þeim tímapunkti hefði hann bara farið í tóma vitleysu, hlutirnir hefðu farið á allt annan veg en þeir fóru.“ Íslenska landsliðið naut mikillar velgengni undir stjórn HeimisVísir/Vilhelm „Verður hálf lítill í sér við hliðina á honum“ Margir kostir prýði heimi sem þjálfara og einstakling. Guðmundur hefur fylgst með honum verða að betri og betri þjálfara. „Heimir sýgur í sig kunnáttu annarra. Notar það og er mjög klókur í því að lesa leikinn. Hann setur upp skemmtilegar æfingar sem snúast um leikinn fyrst og síðast. Hann er mjög taktískur og maður verður hálf lítill í sér við hliðina á honum því hann er svo svakalega skipulagður. Hann er með allt á hreinu, veit allt og veit allt um næsta andstæðing áður en leikgreinandinn kemur í hús og er með sýna leikgreiningu. Heimir er þá mættur með fullt af spurningum, sogar að sér allar upplýsingar um alla leikmenn sem við erum að fara spila á móti og notar starfsfólkið í kringum sig mjög vel. Það eru allir með hlutverk. Það fá allir að blómstra. Fá allir að vera þeir sjálfir og sýna sinn styrk. Það eru allir með rödd. Heimir og Guðmundur hafa þurft að sökkva sér í írska boltann og afla sér þekkingu um þá leikmenn sem standa þeim til boða. Hér má sjá þá á leik Galway United og Derry City í írsku úrvalsdeildinniVísir/Getty Það sé rosalega gott að vinna með honum því Heimir leyfir fólkinu í sínu teymi að njóta sín sem einstaklin. „Þú færð hlutverk en hann ætlast líka til þess að hlutverkið sé í lagi og að þú sért að skaffa og sinna vinnunni þinni. „Fyrir utan það að vera góður þjálfari er þetta frábær manneskja og góður vinur. Það er erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi.“ Heimir hafi lært rosalega mikið þegar að hann fór til Katar árið 2018 þar sem að hann tók við liði Al-Arabi þar í landi. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi í Katar.Getty/Simon Holmes „Hann fór þangað og var þar í langan tíma og bjó til gott lið. Ég man ekki hvað þeir hjá Al-Arabi voru búnir að skipta oft um þjálfara þegar að Heimir kom til þeirra. Þó hann hafi ekki unnið alla leiki skiptu þeir Heimi ekki út af því að hann er með ákveðna sýn sem að skiptir máli, fær menn með sér í að vinna í þá átt sem hann vill fara. Þó að menn hafi rödd þá á endanum hefur hann lokasvarið. Yfirleitt er samstaðan og samvinnan í kringum hann þannig að menn eru fljótir að róa í sömu átt. Ég sé mikla breytingu á honum frá því að ég kynntist honum fyrst. Hann var góður þá. Nú er hann orðinn enn betri. Hann getur í raun þjálfað þá bestu og er að því. Búinn að gera það í mörg ár. Hann hefði aldrei fengið þetta starf á Írlandi nema fyrir þær sakir að menn vissu hvað hann væri að gera. Gríðarlega taktískur þjálfari. Fáir sem eru betri á því sviði heldur en hann.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Landslið karla í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira