Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar 12. desember 2024 14:32 Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun