Innlent

Valkyrjurnar ræða við fjöl­miðla

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Inga, Kristrún og Þorgerður, eða Valkyrjurnar eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, ræða við fjölmiðla eftir fundarhöld dagsins.
Inga, Kristrún og Þorgerður, eða Valkyrjurnar eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, ræða við fjölmiðla eftir fundarhöld dagsins. Vísir/Vilhelm

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ræða við fjölmiðla nú innan skamms, en þær hafa staðið í stjórnarmyndunarviðræðum frá kosningum. Vísir verður í beinni útsendingu.

Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland unnu allar stóra kosningasigra í alþingiskosningunum 30. nóvember. Í kjölfarið réðust þær í stjórnarmyndunarviðræður, en ef þær bæru ávöxt yrði ríkisstjórn þeirra þriggja með 36 manna meirihluta á þingi.

Hér að ofan má sjá beina útsendingu frá því þegar formennirnir þrír svara spurningum fjölmiðla í Alþingishúsinu. Gert er ráð fyrir að þær ávarpi fjölmiðla um klukkan hálf fimm, og taki við spurningum í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×