Körfubolti

„Verðum að hafa milliklassa leik­menn í deildinni annars er voðinn vís“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri síðustu ár. Hilmar Smári Henningsson og Orri Gunnarsson spila nú með Stjörnunni.
Haukar hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri síðustu ár. Hilmar Smári Henningsson og Orri Gunnarsson spila nú með Stjörnunni. Vísir/Bára

Bragi Hinrik Magnússon er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af stöðu íslenska leikmanna í Bónus deild karla í körfubolta.

Fyrrum formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka skrifar áhugaverðan pistil á fésbókinni í kvöld þar sem hann hefur áhyggjur af þeirri þróun að fjölgun erlendra leikmanna þýði að það er varla pláss fyrir íslensku leikmennina í deildinni.

Bragi þekkir deildina frá öllum hliðum því hann hefur tekið þátt í henni sem leikmaður, þjálfari og formaður.

„Í ljósi umræðu innan ákveðins hluta körfuboltasamfélagsins her á FB um ágæta grein Björgvins Inga og Darra Freys sem birtist á vefsíðunni Karfan þá ákvað ég að kíkja stöðu íslenskra leikmanna frá mínu sjónarhorni og tók saman smá staðreynd um hlutverk ‚milliklassa' leikmanna innan úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Bragi.

Björgin Ingi Ólafsson og Darri Freyr Atlason bentu á nokkrar staðreyndir í pistli sínum sem vekja hjá þeim ugg.

  • Undantekning að fleiri en einn íslenskur leikmaður sé í byrjunarliði liðs í úrvalsdeild.
  • Launakostnaður hefur aldrei verið hærri og heldur áfram að vaxa.
  • Meðaltalsframlag mikilvægasta leikmanns undir 20 ára er aðeins 6 framlagsstig á leik og hefur sjaldan eða aldrei verið minna.
  • Óraunhæft er að halda úrvalsdeildarsæti án þess að hafa fjölda erlendra atvinnumanna sem burðarása
  • Íslenskir leikmenn utan landsliðsklassa leika lítið sem ekkert hlutverk í úrvalsdeild
  • Leikmenn sem ná miklum árangri á venslum í fyrstu deild sjá varla gólfið í úrvalsdeild.

Bragi ákvað að skoða mikilvægi fyrrnefndra milliklassa manna sem hefur fækkað verulega á tveimur áratugum..

Bragi Magnússon, þáverandi formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, handsalar hér samning við Breka Gylfason fyrir nokkrum árum.Haukar

„Að mínu mati er þetta einn mikilvægasti hluti körfuboltahreyfingarinnar enda hefur það sýnt sig að úr hópi ‚milliklassa' leikmanna koma margir yngri flokka þjálfarar, framtíðar stjórnarfólk, sjálfboðaliðar og síðast en ekki síst framtíðar foreldrar sem mæta með börnin sín á körfuboltaæfingar. Ég bar saman deildina núna og deildina sem spiluð var fyrir 20 árum síðan,“ skrifaði Bragi.

Bragi komst að því að í deildinni í dag séu 31 „milliklassa leikmaður“ en árið 2004 voru þeir 69 eða meira en tvöfalt fleiri.

Hann birti lista yfir leikmennina sem hann flokkar sem „milliklassa leikmenn“ og það er áhugaverður lestur.

„Síðan að ég kláraði leikmannaferilinn hef ég verið yngriflokkaþjálfari, þjálfari meistaraflokka í 1. deild og úrvalsdeild, bæð í karla og kvenna, sjálfboðaliði árum saman, stjórnarmaður og formaður og er enn að reyna að láta gott af mér leiða. Burtséð frá sjálfum mér finnst mér niðurstaðan vera skýr. Við verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni, annars er voðinn vís!,“ skrifaði Bragi en allur pistill hans er aðgengilegur hér fyrir neðan.

Listann yfir milliklassa leikmenn þá og nú má sjá að neðan.


„Milliklassa“ leikmenn í deildinni árið 2024

  • Hákon Örn Hjálmarsson
  • Veigar Páll Alexandersson
  • Adam Eiður Ásgeirsson
  • Frank Aron Booker
  • Þorvaldur Orri Árnason
  • Halldór Garðar Hermannsson
  • Kristófer Breki Gylfason
  • Björgvin Hafþór Ríkharðsson
  • Dúi Þór Jónsson
  • Sigurður Pétursson
  • Ágúst Goði Kjartansson
  • Pétur Rúnar Birgisson
  • Valur Orri Valsson
  • Tómas Orri Hjálmarsson
  • Eysteinn Bjarni Ævarsson
  • Ólafur Björn Gunnlaugsson
  • Ragnar Örn Bragason
  • Davíð Arnar Ágústsson
  • Hilmir Arnarson
  • Veigar Áki Hlynsson
  • Ragnar Ágústsson
  • Orri Hilmarsson
  • Viktor Máni Steffensen
  • Snjólfur Marel Stefánsson
  • Birkir Hrafn Eyþórsson
  • Brynjar Kári Gunnarsson
  • Emil Karel Einarsson
  • Júlíus Orri Ágústsson
  • Hugi Hallgrimsson
  • Ástþór Atli Svalason
  • Hannes Ingi Másson

„Milliklassa“ leikmenn í deildinni árið 2004

  • Pálmi F Sigurgeirsson
  • Lárus Jónsson
  • Loftur Þ Einarsson
  • Sævar I Haraldsson
  • Svavar P Pálsson
  • Gunnlaugur H Erlendsson
  • Marvin Valdimarsson
  • Ingvaldur M Hafsteinsson
  • Steinar Kaldal
  • Pétur M Sigurðsson
  • Baldur I Jónasson
  • Sigurbjörn Einarsson
  • Ólafur J Sigurðsson
  • Ómar Ö Sævarsson
  • Helgi R Viggósson
  • Guðmundur Jónsson
  • Skarphéðinn F Ingason
  • Gunnar Einarsson
  • Svavar A Birgisson
  • Svavar A Birgisson
  • Hafþór I Gunnarsson
  • Óli S B Reynisson
  • Hallgrímur Brynjólfsson
  • Finnur Andrésson
  • Lúðvík Bjarnason
  • Ólafur H Guðnason
  • Hjörtur Harðarson
  • Sverrir Þ Sverrisson
  • Fannar Ólafsson
  • Halldór Kristmannsson
  • Magnús Sigurðsson
  • Magnús Þ Gunnarsson
  • Jónas P Ólason
  • Ólafur Þórisson
  • Jóhann Þ Ólafsson
  • Þórður Gunnþórsson
  • Ólafur A Ingvason
  • Þorleifur Ólafsson
  • Lýður Vignisson
  • Sigurður Þ Einarsson
  • Grétar I Erlendsson
  • Einar Ö Aðalsteinsson
  • Friðrik H Hreinsson
  • Egill Jónasson
  • Halldór R Karlsson
  • Pétur R Guðmundsson
  • Sigurbjörn I Þórðarson
  • Ólafur M Ægisson
  • Rúnar Pálmarsson
  • Haraldur J Jóhannesson
  • Þórarinn Ö Andrésson
  • Ágúst Ö Grétarsson
  • Fannar F Helgason
  • Helgi R Guðmundsson
  • Jóhannes H Hauksson
  • Rúnar F Sævarsson
  • Andrés M Heiðarsson
  • Óskar F Pétursson
  • Arnar F Jónsson
  • Steinar Arason
  • Ingvar Þ Guðjónsson
  • Ólafur Guðmundsson
  • Halldór Ö Halldórsson
  • Davíð Þ Jónsson
  • Ásgeir Ö Hlöðversson
  • Gunnar H Stefánsson
  • Magnús Helgason
  • Ragnar H Ragnarsson
  • Hjalti Kristinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×