Staðan var 49-45 fyrir Lleida þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en þá stungu heimamenn af með hreint ótrúlegum kafla þar sem þeir skoruðu 18 stig í röð og komust í 67-45. Bilbao gat aldrei brúað það bil og tapaði með 18 stiga mun.
Bilbao hefur því unnið þrjá af fyrstu ellefu leikjum sínum í spænsku deildinni en Lleida var að landa sínum fjórða sigri.
Tryggvi var eins og fyrr segir með langflest framlagsstig fyrir Bilbao eða 23, um tvöfalt fleiri en næsti maður. Hann skoraði níu stig, tók heil 12 fráköst og gaf eina stoðsendingu.