Við hittum mæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var tekið í gagnið í fyrsta skipti í dag eftir að hraun rann yfir gamla bílastæðið í nóvember. Við verðum í beinni útsendingu frá bílastæðinu og ræðum við framkvæmdastjóra í fréttatímanum.
Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Í Damaskus er líf almennra borgara þó að færast í eðlilegt horf; börn mættu í skóla í fyrsta sinn frá falli Assad-stjórnarinnar. Við förum yfir stöðuna í Sýrlandi.
Þá sýnum við dramatískar myndir frá skipbroti tveggja rússneskra olíuskipa og verðum loks í miklum jólagír; við heimsækjum ein skreytingaglöðustu hjón landsins, hittum mæðgur sem framleiða afar óvenjuleg kerti fyrir jólin og fylgjum börnum á Norðurpólinn.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: