Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:33 Justin James í leik með Sacramento Kings á móti Phoenix Suns í janúar 2020. Getty/Christian Petersen Justin James er nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta en um leið hefur félagið látið annan Bandaríkjamenn fara. Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið. Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti