„Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2024 09:32 Álftanes leikur gegn Hetti í deildinni annað kvöld. Justin James ætti að vera klár í einhverjar mínútur. Nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta hefur spilað yfir sjötíu leiki í NBA-deildinni. Hann var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019. Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum