Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu Evrópumótið með afar sannfærandi hætti og kvöddu þannig þjálfa sinn með viðeigandi hætti. Þær unnu alla níu leiki sína og urðu Evrópumeistarar í tíunda sinn.

Nú hefur norska handknattleikssambandið greint frá því að hver leikmaður fái 130.000 norskar krónur fyrir að vinna gullið, og auk þess 30.000 norskar krónur fyrir að tryggja sér um leið sæti á næsta stórmóti, HM á næsta ári.
Samtals nemur upphæðin því 160.000 norskum krónum, sem samsvarar tæplega tveimur milljónum íslenskra króna.
Noregur vann sjö marka sigur gegn Danmörku á sunnudaginn, 31-24, í úrslitaleik EM. Þetta var fjórtándi úrslitaleikur norska liðsins á fimmtán árum með Þóri sem aðalþjálfara, og vann liðið ellefu titla á þessum tíma. Liðið kveður Þóri sem ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistari.