Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 12:03 Í Austurstræti eru margir veitingastaðir. Ósagt skal látið hvort einhver þeirra sé á tossalista Neytendastofu, og tekið fram að myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Neytendastofa mun taka upp formlega málsmeðferð vegna 18 veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur sem eru ekki með matseðla sína aðgengilega á íslensku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar, þar sem segir að ábendingar hafi borist vegna notkunar erlendra tungumála í markaðssetningu í miðborginni. Af því tilefni, og vegna áherslu sem stofnunin hefur lagt á að fylgja eftir ábendingum um tungumálanotkun, hafi verið ráðist í skoðun á matseðlum og markaðsefni veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Tveir staðir ekki með seðil við dyrnar „Sameinað var eftirlit með verðmerkingum þar sem kveðið er á um að matseðill skuli vera aðgengilegur við inngöngudyr og eftirliti með því að markaðsefni sé á íslensku,“ segir í tilkynningunni. Skoðaðir voru 83 veitingastaðir og í ljós kom að aðeins tveir höfðu ekki matseðil við inngöngudyr. Algengt hafi verið að matseðill væri birtur á íslensku og erlendu máli, en gerðar voru athugasemdir við að 34 staðir birtu matseðil sinn og annað kynningarefni aðeins á ensku. „Þessu til viðbótar voru gerðar athugasemdir við að sex veitingastaðir sem höfðu matseðla sýnilega á íslensku birtu annað kynningarefni eingöngu á ensku. Í síðastnefnda tilvikinu sendi Neytendastofa veitingastöðunum leiðbeiningar um skyldu til að notast við íslensku í markaðsefni.“ Sumir tóku sig á, aðrir ekki Skoðuninni hafi verið fylgt eftir hjá þeim 36 veitingastöðum þar sem matseðill var ekki sýnilegur eða aðeins sýnilegur á ensku. Af þeim stöðum hafi 18 gert breytingar og einnig birt matseðil sinn á íslensku. „Neytendastofa mun nú taka upp formlega málsmeðferð gagnvart þeim 18 stöðum sem ekki brugðust við athugasemdum stofnunarinnar um að birta matseðla og annað kynningarefni á íslensku.“ Íslensk tunga Veitingastaðir Neytendur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar, þar sem segir að ábendingar hafi borist vegna notkunar erlendra tungumála í markaðssetningu í miðborginni. Af því tilefni, og vegna áherslu sem stofnunin hefur lagt á að fylgja eftir ábendingum um tungumálanotkun, hafi verið ráðist í skoðun á matseðlum og markaðsefni veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Tveir staðir ekki með seðil við dyrnar „Sameinað var eftirlit með verðmerkingum þar sem kveðið er á um að matseðill skuli vera aðgengilegur við inngöngudyr og eftirliti með því að markaðsefni sé á íslensku,“ segir í tilkynningunni. Skoðaðir voru 83 veitingastaðir og í ljós kom að aðeins tveir höfðu ekki matseðil við inngöngudyr. Algengt hafi verið að matseðill væri birtur á íslensku og erlendu máli, en gerðar voru athugasemdir við að 34 staðir birtu matseðil sinn og annað kynningarefni aðeins á ensku. „Þessu til viðbótar voru gerðar athugasemdir við að sex veitingastaðir sem höfðu matseðla sýnilega á íslensku birtu annað kynningarefni eingöngu á ensku. Í síðastnefnda tilvikinu sendi Neytendastofa veitingastöðunum leiðbeiningar um skyldu til að notast við íslensku í markaðsefni.“ Sumir tóku sig á, aðrir ekki Skoðuninni hafi verið fylgt eftir hjá þeim 36 veitingastöðum þar sem matseðill var ekki sýnilegur eða aðeins sýnilegur á ensku. Af þeim stöðum hafi 18 gert breytingar og einnig birt matseðil sinn á íslensku. „Neytendastofa mun nú taka upp formlega málsmeðferð gagnvart þeim 18 stöðum sem ekki brugðust við athugasemdum stofnunarinnar um að birta matseðla og annað kynningarefni á íslensku.“
Íslensk tunga Veitingastaðir Neytendur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira