Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 21:50 Hilmar Smári Henningsson skoraði 35 stig í Njarðvík. vísir/anton Stjörnumenn fara með bros á vör inn í jólin eftir 90-100 sigur á Njarðvíkingum á útivelli í 11. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hilmar Smári Henningsson skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna sem er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Þetta var tíundi sigur Stjörnunnar í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins. Þetta var hins vegar annað tap Njarðvíkur í röð en í síðustu umferð tapaði liðið fyrir Tindastóli sem er í 2.sæti deildarinnar. Njarðvíkingar spiluðu þó talsvert betur í leiknum í kvöld en á Króknum fyrir viku. Stjörnumenn náðu frumkvæðinu í upphafi 2. leikhluta og forystu sem þeir héldu út leikinn. Njarðvík hékk alltaf í skotti Stjörnunnar en gestirnir stóðust öll áhlaup heimamanna. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu átta stig hans. Stjörnumenn, leiddir áfram af Ægi Þór Steinarssyni, voru þó ekki lengi að taka við sér og hittu vel fyrir utan. Njarðvík var 23-22 yfir eftir 1. leikhluta. Stjarnan byrjaði 2. leikhluta af miklum krafti, skoraði fyrstu átta stigin og náðu frumkvæði sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Hilmar Smári hrökk í gang og Stjörnumenn héldu áfram að hitta vel fyrir utan (47%). Hittnin hjá Njarðvík fyrir utan tók einnig kipp, sem betur fer fyrir þá, og fyrir vikið var munurinn í hálfleik aðeins fimm stig, 46-51. Njarðvíkingar hittu aðeins úr 31 prósenti skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik en stórir þristar frá Veigari Páli Alexanderssyni og Dominykas Mikla héldu þeim í seilingarfjarlægð frá Stjörnumönnum. Gestirnir úr Garðabænum skoruðu fyrstu fimm stigin í 3. leikhluta og náðu tvisvar sinnum tíu stiga forskoti. En heimamenn svöruðu öllum höggum og voru aldrei langt undan. Fyrir lokaleikhlutann munaði sjö stigum á liðunum, 70-77. Fjórði leikhlutinn fór eftir sömu uppskrift. Stjörnumenn voru með yfirhöndina en náðu aldrei að slíta sig frá ólseigum Njarðvíkingum. En þegar mest á reyndi gerði Hilmar Smári gæfumuninn. Hann setti niður þrjá þrista undir lokin og sá öðrum fremur til þess að Stjörnumenn lönduðu sigrinum, 90-100. Atvik leiksins Þegar Hilmar Smári setti niður þriggja stiga skot þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og kom Stjörnunni tíu stigum yfir, 84-94. Þetta var þriðji þristur Hilmars Smára í 4. leikhlutanum og sá sjötti alls. Eftir þetta var leiðin til baka ófær fyrir Njarðvíkinga. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Hilmar Smári átti stórleik eins og áður hefur komið fram. Skoraði 35 stig og hitti úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Ægir var einnig stórgóður með 25 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar. Veigar var besti maður Njarðvíkur í leiknum. Hann skilaði 22 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Mikla og Mario Matasovic voru með tuttugu stig hvor og samtals átján fráköst. Nýi maðurinn hjá Njarðvík, Evans Ganapamo, tók hvert erfiða skotið á fætur öðru og endaði aðeins með þrjú stig og tíu prósent skotnýtingu. Khalil Shabazz hefur einnig spilað betur þrátt fyrir að skila sautján stigum, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Hann hitti úr fimm af þrettán skotum sínum og tapaði boltanum sex sinnum. Dómararnir Þríeykið var ekki í uppáhaldi hjá Njarðvíkingum í leiknum í kvöld, bæði áhorfendum, þjálfurum og leikmönnum, að einhverju leyti skiljanlega. Þeir höfðu alls engin úrslitaáhrif en dómgæslan hefur verið betri í kvöld. Stemmning og umgjörð Vel var mætt á leikinn í kvöld, sérstaklega Njarðvíkurmegin. Jólaskapið rjátlaðist af sumum vegna dómarapirrings en allt fór þó vel fram. Viðtöl Bónus-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan
Stjörnumenn fara með bros á vör inn í jólin eftir 90-100 sigur á Njarðvíkingum á útivelli í 11. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hilmar Smári Henningsson skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna sem er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Þetta var tíundi sigur Stjörnunnar í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins. Þetta var hins vegar annað tap Njarðvíkur í röð en í síðustu umferð tapaði liðið fyrir Tindastóli sem er í 2.sæti deildarinnar. Njarðvíkingar spiluðu þó talsvert betur í leiknum í kvöld en á Króknum fyrir viku. Stjörnumenn náðu frumkvæðinu í upphafi 2. leikhluta og forystu sem þeir héldu út leikinn. Njarðvík hékk alltaf í skotti Stjörnunnar en gestirnir stóðust öll áhlaup heimamanna. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu átta stig hans. Stjörnumenn, leiddir áfram af Ægi Þór Steinarssyni, voru þó ekki lengi að taka við sér og hittu vel fyrir utan. Njarðvík var 23-22 yfir eftir 1. leikhluta. Stjarnan byrjaði 2. leikhluta af miklum krafti, skoraði fyrstu átta stigin og náðu frumkvæði sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Hilmar Smári hrökk í gang og Stjörnumenn héldu áfram að hitta vel fyrir utan (47%). Hittnin hjá Njarðvík fyrir utan tók einnig kipp, sem betur fer fyrir þá, og fyrir vikið var munurinn í hálfleik aðeins fimm stig, 46-51. Njarðvíkingar hittu aðeins úr 31 prósenti skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik en stórir þristar frá Veigari Páli Alexanderssyni og Dominykas Mikla héldu þeim í seilingarfjarlægð frá Stjörnumönnum. Gestirnir úr Garðabænum skoruðu fyrstu fimm stigin í 3. leikhluta og náðu tvisvar sinnum tíu stiga forskoti. En heimamenn svöruðu öllum höggum og voru aldrei langt undan. Fyrir lokaleikhlutann munaði sjö stigum á liðunum, 70-77. Fjórði leikhlutinn fór eftir sömu uppskrift. Stjörnumenn voru með yfirhöndina en náðu aldrei að slíta sig frá ólseigum Njarðvíkingum. En þegar mest á reyndi gerði Hilmar Smári gæfumuninn. Hann setti niður þrjá þrista undir lokin og sá öðrum fremur til þess að Stjörnumenn lönduðu sigrinum, 90-100. Atvik leiksins Þegar Hilmar Smári setti niður þriggja stiga skot þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og kom Stjörnunni tíu stigum yfir, 84-94. Þetta var þriðji þristur Hilmars Smára í 4. leikhlutanum og sá sjötti alls. Eftir þetta var leiðin til baka ófær fyrir Njarðvíkinga. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Hilmar Smári átti stórleik eins og áður hefur komið fram. Skoraði 35 stig og hitti úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Ægir var einnig stórgóður með 25 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar. Veigar var besti maður Njarðvíkur í leiknum. Hann skilaði 22 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Mikla og Mario Matasovic voru með tuttugu stig hvor og samtals átján fráköst. Nýi maðurinn hjá Njarðvík, Evans Ganapamo, tók hvert erfiða skotið á fætur öðru og endaði aðeins með þrjú stig og tíu prósent skotnýtingu. Khalil Shabazz hefur einnig spilað betur þrátt fyrir að skila sautján stigum, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Hann hitti úr fimm af þrettán skotum sínum og tapaði boltanum sex sinnum. Dómararnir Þríeykið var ekki í uppáhaldi hjá Njarðvíkingum í leiknum í kvöld, bæði áhorfendum, þjálfurum og leikmönnum, að einhverju leyti skiljanlega. Þeir höfðu alls engin úrslitaáhrif en dómgæslan hefur verið betri í kvöld. Stemmning og umgjörð Vel var mætt á leikinn í kvöld, sérstaklega Njarðvíkurmegin. Jólaskapið rjátlaðist af sumum vegna dómarapirrings en allt fór þó vel fram. Viðtöl