Þegar hátíðin var að hefjast hófst mikill troðningur og dóu 35 börn. Samkvæmt frétt BBC voru að minnsta kosti sex börn flutt á sjúkrahús. Mögulegt er að þau hafi verið fleiri en það þykir óljóst.
Þá segist lögreglan hafa handtekið átta manns sem komu að því að halda hátíðina og þar á meðal er aðalskipuleggjandi hennar, sem er fræg kona í suðvesturhluta Nígeríu. Konan, sem heitir Naomi Silekunola, segist vera drottning/spákona.
Í heildina er talið að rúmlega tíu þúsund manns hafi sótt hátíðina en efnahagsástand Nígeríu þykir verulega slæmt þessa dagana og útskýrir það að hluta til af hverju svo margir mættu í von um að fá peninga og mat.
BBC segir nokkur sambærileg atvik hafa átt sér stað í Nígeríu undanfarin ár.
Several people have been killed after a stampede broke out during a religious event in Nigeria’s Oyo state. pic.twitter.com/TNRehWWgxJ
— The Sudan Times (@thesudantimes) December 19, 2024