„Ég hef aldrei verið svona stressaður í leik en ég vanm. Ég fann að ef ég héldi einbeitingunni myndi ég ekki tapa. Þetta var mjög jafnt og það var frábært að klára þetta,“ sagði Doets sem er í 51. sæti heimslistans.
Doets vann oddasettið, 6-4, þrátt fyrir stór útskot hjá Smith. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2020 sem Smith tapar í 2. umferð heimsmeistaramótsins. Hann mun væntanlega detta út af topp tíu á heimslistanum eftir HM.
BULLY BOY CRASHES OUT! ❌
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2024
Kevin Doets dumps Michael Smith out of the World Championship! 😱
An incredible contest at Ally Pally! 🤯
📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | R2 pic.twitter.com/25yvUjfaD3
Mörg óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós á HM en auk Smiths eru pílukastarar á borð við James Wade, Mike De Decker og Gabriel Clemens úr leik.
Í gærkvöldi vann Nick Kenny Stowe Buntz, 3-0, Matt Campbell sigraði Mensur Suljovic, 2-3, og Scott Williams, sem komst í undanúrslit á síðasta HM, hafði betur gegn Niko Sprenger, 3-1.