„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:02 Kristinn Pálsson var öflugur í Valsliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. „Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
„Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira