Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 16:44 Síðasti Ríkisráðsfundur Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. „Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira