Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 15:09 Alma D. Möller er nýr heilbrigðisráðherra. Vísir/Viktor Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra. „Það er auðvitað ótrúleg tilfinning. Ég er þakklát og stolt yfir því að fá að setjast í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, en ég geri það með mikilli auðmýkt. Þó ég sé ágætlega undirbúin veit ég að það er mjög margt sem ég þarf að læra, en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit, að læra og takast á við nýja hluti,“ segir Alma. Ölmu skilst að hún sé fyrsti læknirinn sem sest í heilbrigðisráðherrastól. „Já mér skilst það. Ég leitaði nú til Ólafs Þ. Harðarsonar og auðvitað hafði hann skrifað grein um lækna og stjórnmál. Þar kom fram að það var læknir í utanþingsstjórn í nokkra mánuði 1942-1943, en það hefur enginn læknir verið heilbrigðisráðherra,“ segir hún. „Og eins og dóttir mín sagði þá er tími til kominn!“ Öldrunarmál og málefni barna og ungmenna mikilvægust Alma segir að fyrsta verkefnið sé eins og alltaf þegar maður kemur á nýjan vinnustað að kynnast verkefnunum sem eru í gangi. Svo sé ríkisstjórnin með ákveðin áherslumál. „Það eru öldrunarmál, þjóðarátak í ummönnun aldraðra. Þar flytjast þau verkefni til Ingu Sæland, og ég auðvitað vinn með henni í því.“ Svo brenni ríkisstjórnin og hún fyrir málefnum barna og ungmenna. „Mín fyrstu áhersluatriði munu lúta að þessu tvennu,“ segir Alma. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er auðvitað ótrúleg tilfinning. Ég er þakklát og stolt yfir því að fá að setjast í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, en ég geri það með mikilli auðmýkt. Þó ég sé ágætlega undirbúin veit ég að það er mjög margt sem ég þarf að læra, en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit, að læra og takast á við nýja hluti,“ segir Alma. Ölmu skilst að hún sé fyrsti læknirinn sem sest í heilbrigðisráðherrastól. „Já mér skilst það. Ég leitaði nú til Ólafs Þ. Harðarsonar og auðvitað hafði hann skrifað grein um lækna og stjórnmál. Þar kom fram að það var læknir í utanþingsstjórn í nokkra mánuði 1942-1943, en það hefur enginn læknir verið heilbrigðisráðherra,“ segir hún. „Og eins og dóttir mín sagði þá er tími til kominn!“ Öldrunarmál og málefni barna og ungmenna mikilvægust Alma segir að fyrsta verkefnið sé eins og alltaf þegar maður kemur á nýjan vinnustað að kynnast verkefnunum sem eru í gangi. Svo sé ríkisstjórnin með ákveðin áherslumál. „Það eru öldrunarmál, þjóðarátak í ummönnun aldraðra. Þar flytjast þau verkefni til Ingu Sæland, og ég auðvitað vinn með henni í því.“ Svo brenni ríkisstjórnin og hún fyrir málefnum barna og ungmenna. „Mín fyrstu áhersluatriði munu lúta að þessu tvennu,“ segir Alma.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira