Erlent

Clinton lagður inn á sjúkra­hús

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fyrr í dag fluttur og innritaður á sjúkrahús í Washington-borg. Clinton er 78 ára gamall og hefur glímt við heilsufarsvanda á undanförnum árum.

Angela Urena, talsmaður Clinton, sagði í samtali við CNN að ákveðið hafi verið að flytja Clinton á sjúkrahús til að undirgangast skoðun eftir að hann mældist með háán hita. Clinton er nú undir eftirliti lækna.

Reiknað er með því að Clinton verði útskrifaður af sjúkrahúsinu og haldi aftur heim fyrir jóladag. „Hann er orkumikill og kann vel að meta þá frábæru þjónustu sem hann hlýtur.“

Clinton gekkst undir hjáveituaðgerð á hjarta árið 2004. Þá lá hann inni á spítala í fimm daga árið 2021 vegna sýkingar í blóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×