Körfubolti

Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket eru fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni á Spáni.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket eru fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni á Spáni. getty/Borja B. Hojas

Lið íslensku landsliðsmannanna í körfubolta, Tryggva Snæs Hlinasonar og Martins Hermannssonar, áttu misjöfnu gengi að fagna í kvöld.

Bilbao Basket vann öruggan sigur á Leyma Coruna í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar sigur Bilbæinga í röð en þeir eru með tíu stig í 10. sæti deildarinnar. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

Tryggvi hafði hægt um sig í kvöld. Miðherjinn lék í rúmar sextán mínútur, skoraði tvö stig af vítalínunni og tók þrjú fráköst.

Vandræði Martins og félaga í Alba Berlin halda áfram en í kvöld töpuðu þeir fyrir Syntainics, 94-76.

Alba Berlin er í 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar (af sautján liðum) með fjóra sigra og sjö töp.

Martin skoraði þrettán stig fyrir Alba Berlin og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins. Níu af þrettán stigum hans komu af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×