Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. desember 2024 19:37 Húsið á Vatnsleysuströnd sem um ræðir. Vísir/Bjarni Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“ Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“
Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent