Fótbolti

Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ramin Rezaeian í leik með liði sínu Esteghlal í leik í Meistaradeild Asíu.
Ramin Rezaeian í leik með liði sínu Esteghlal í leik í Meistaradeild Asíu. Getty/Amin M. Jamali

Íranska landsliðsmanninum Ramin Rezaeian var ekki sýnd mikil miskunn í heimalandinu vegna að því virtist sakleysislegs faðmlags hans fyrir leik í írönsku deildinni.

Fyrir leik hjá Esteghlal, liði Rezaeian, á móti Chadormalu í efstu deild karla í fótbolta í Íran þó faðmaði Rezaeian kvenkyns stuðningsmann liðsins.

Konan kom inn í liðsrútuna og faðmaði leikmanninn. Það er stranglega bannað að faðma ókunnuga konu í Íran. Sportbladet segir frá.

@Sportbladet

Frá árinu 1979 hefur það verið ólöglegt, samkvæmt íslömskum lögum, að snerta einstakling af hinu kyninu ef viðkomandi er ekki náskyldur eða þau í hjónabandi.

Íranska knattspyrnusambandið hélt réttarhald yfir Rezaeian þar sem hann fékk tækifæri til að útskýra mál sitt.

Eftir það ákvað aganefnd sambandsins að sekt hann um 1,6 milljónir íslenskra króna.

Hinn 34 ára gamli Rezaeian hefur spilað 65 landsleiki fyrir Íran og þjóðhetja í landinu.

Rezaeian spilar nú í heimalandinu en á sínum tíma spilaði hann bæði í Belgíu og í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×