Innlent

Klakastífla í Hvít­á og ráð­herrar í fann­fergi á Þing­völlum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á klakastíflunni í Hvítá en flóðin sökum hennar hafa aukist talsvert síðan í gær.

Veðurstofa, almannavarnir og lögregla fylgjast grannt með málinu.

Þá segjum við frá vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem fram fer á Þingvöllum í dag og heyrum í Vegagerðinni um Sundabraut, sem nýr samgöngumálaráðherra vill setja í forgang. 

Að auki verður rætt við formann BHM en hún leggur til að meira samráð verði viðhaft í framtíðinni á milli einkageirans og hins opinbera þegar kemur að kjarasamningsgerð. 

Í íþróttapakka dagsins er það HM í handbolta sem er framundan í Króatíu sem verður í forgrunni og HM í pílu nálgast nú hámarkið.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×