Körfubolti

Mætti í körfuboltakjól á hliðar­línuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Mulkey fagnar hér með leikmönnum sínum þar sem hún sést í körfuboltakjólnum sínum.
Kim Mulkey fagnar hér með leikmönnum sínum þar sem hún sést í körfuboltakjólnum sínum. @lsuwbkb

Kim Mulkey er einn litríkasti og farsælasti körfuboltaþjálfarinn í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Mulkey er ekki bara þekkt fyrir að ná góðum árangri með lið sín heldur einnig fyrir það að láta vel í sér heyra á hliðarlínunni og oftast sker hún sig líka úr í klæðaburði.

Hinn 62 ára gamla Mulkey þjálfar nú lið Louisiana State sem hún gerði að meisturum vorið 2023. Áður hafði hún gert Baylor þrisvar að háskólameisturum.

Louisiana State skólinn ákvað að halda „Klæddu þig eins og Kim Mulkey þjálfari dag“ um helgina og það tóku margir áhorfenda þátt. Mættu skrautlega klædd og með hárkollu.

Hún hafði húmor fyrir öllu saman og mætti sjálf til leiks í körfuboltakjól. Hún var bókstaflega eins og karfa eins og sjá má hér fyrir neðan.

Louisiana State liðið vann líka 73-63 sigur á Auburn í leiknum. Liðið hefur unnið alla sautján leiki sína til þessa á tímabilinu.

Lið undir stjórn Mulkey hafa alls komist 22 sinnum í úrslitakeppni háskólaboltans og fimm sinnum í undanúrslitin.

Hún hefur stýrt liðum til sigurs í 86 prósent þeirra leikja sem hún hefur stjórnað eða 740 af 858 leikjum á 25 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×