Hann mun stýra liðinu í síðasta sinn í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada en hættir eftir undankeppnina komist franska liðið ekki á heimsmeistaramótið.
Hinn 56 ára gamli Deschamps tók við franska landsliðinu af Laurent Blanc fyrir fjórtán árum síðan.
Undir hans stjórn varð liðið heimsmeistari í Rússlandi sumarið 2018 og vann Þjóðadeildina 2021. Liðið komist einnig í úrslitaleikina á bæði EM 2016 og HM 2022 en tapaði þeim báðum.
Franska liðið fór síðan í undanúrslitin á síðasta stórmóti sem var Evrópumótið 2024.
Liðið hefur unnið 64 prósent leikja sinna undir stjórn Deschamps og komist í undanúrslit á fjórum stórmótum.
Þetta opnar dyrnar fyrir Zinedine Zidane að taka við franska liðinu eftir eitt og hálft ár en hann hefur lengið verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna. Zidane og Deschamps urðu bæði heimsmeistarar og Evrópumeistarar saman sem leikmenn.