Innlent

Fimm fluttir á sjúkra­hús eftir rútuslysið

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð inni á Hellu.
Slysið varð inni á Hellu. Vísir/Vilhelm

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að talsvert viðbragð hafi verið viðhaft vegna slyssins en að fljótlega hafi komið í ljós að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Hópslysaáætlun hafi verið virkjuð og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrslusveitin hafi verið að undirbúa flugtak frá Reykjavík þegar hún var afturkölluð.

Í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook segir að að endingu hafi fimm verið fluttir á sjúkrahús til skoðunar með minniháttar áverka.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×