Enski boltinn

Al­fons og Willum á­fram í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfons Sampsted fylgist hér með þegar Dom Jefferies hjá Lincoln City og Luke Harris hjá Birmingham City berjast um boltann í leiknum í dag.
Alfons Sampsted fylgist hér með þegar Dom Jefferies hjá Lincoln City og Luke Harris hjá Birmingham City berjast um boltann í leiknum í dag. Getty/Chris Vaughan

Alfons Sampsted og Willum Willumsson komust í dag áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Lincoln City á heimavelli.

Birmingham vann leikinn 2-1 en mótherjarnir eru í C-deildinni eins og þeir.

Alfons var í byrjunarliðinu en Willum kom inn á sem varamaður.

Birmingham fékk draumabyrjun í leiknum því Ayumu Yokoyama skoraði strax á fyrstu mínútu.

Willum kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar bætti Lyndon Dykes við öðrum marki liðsins.

Lincoln minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en Birmingham tókst að landa sigri.

Annað Íslendingalið, Blackburn Rovers, komst líka áfram eftir 1-0 útisigur á Middlesbrough. Arnór Sigurðsson er meiddur og gat ekki spilað leikinn. Andreas Weimann skoraði sigurmarkið á 70. mínútu.

Wolverhampton Wanderers vann 2-1 útisigur á Bristol City. Rayan Ait Nouri og Rodrigo Gomes komu Úlfunum í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en Scott Twine minnkaði muninn í uppbótatíma fyrri hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×