Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:03 Eyðileggingin er gríðarleg í Palisades. Vísir/EPA Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu. Bandaríkin Gróðureldar Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu.
Bandaríkin Gróðureldar Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30
Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32
Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30