Hákon kom Lille yfir í leiknum á 68. mínútu, með því að klobba markvörð Marseille eftir sendingu frá Jonathan David.
HÁKON ARNAR HARALDSSON 🇮🇸(2003) BREAKS THE DEADLOCK WITH A NUTMEG FINISH!!!
— Football Report (@FootballReprt) January 14, 2025
JONATHAN DAVID WITH A GREAT ASSIST!!!
📽️ @GoalsXtra pic.twitter.com/YcY7HTzAIv
Mark Hákonar dugði þó ekki til sigurs því á sjöttu mínútu uppbótartíma, rétt eftir að Skagamanninum var skipt af velli, náðu heimamenn í Marseille að jafna með marki frá Luis Henrique.
Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni og þar var komið að markverðinum Vito Mannone að vera hetjan.
Mannone, sem lék í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal og Sunderland, er vanalega á varamannabekk Lille en fékk að spila í bikarnum í gær og þakkaði fyrir sig með því að verja tvær vítaspyrnur.
Lille nýtti hins vegar allar sínar spyrnur og komst þannig áfram í 16-liða úrslitin.
𝑪'𝒆𝒔𝒕 𝒕𝒆𝒓𝒎𝒊𝒏𝒆́ ! Le LOSC élimine l'OM et se qualifie 😍🏆
— LOSC (@losclive) January 14, 2025
Hakon Haraldsson avait ouvert le score, Marseille à égalisé dans les derniers instants.
Héroïque durant les tirs au but, Vito Mannone a validé la qualif' avec deux arrêts 🔥#OMLOSC 1-1 (3-4) I 90'