Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 12:00 Ísland og Svíþjóð mættust í tveimur hörkuvináttulandsleikjum fyrir HM en mætast ekki á mótinu nema þau leiki um verðlaun. Jim Gottfridsson er lítt hrifinn af fyrirkomulagi mótsins. EPA-EFE/Johan Nilsson Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira